Stjórn mynduð í Katalóníu

10.01.2016 - 07:42
epa05091925 Thousands protest for an agreement between Junts pel Si (JxS) and CUP to allow the investiture of a regional President to avoid new elections in March, at the Cathedral's square in Barcelona, Spain, 07 January 2016. Mas' party Junts
 Mynd: EPA  -  EFE
Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu komu í veg fyrir að nýjar kosningar færu fram í héraðinu. Artur Mas, formaður kosningabandalags aðskilnaðarsinna, „Saman segjum við já," vék úr embætti formanns flokksins til þess að liðka fyrir meirihlutaviðræðum.

Bandalagið þurfti að treysta á vinstri flokkinn CUP til þess að tryggja þingmeirihluta. CUP neitaði hins vegar að vinna með Mas sem þeim líkar illa við niðurskurðaráætlanir hans og tengsl flokks hans við spillingarmál.

Carles Puigdemont verður nýr formaður flokksins og verður það val kunngjört síðar í kvöld. Hann mun setja saman nýja stjórn í kvöld og halda áfram með þau áform aðskilnaðarsinna að kosið verði um sjálfstæði Katalóníu innan næstu 18 mánaða.
Ef ekki hefði tekist að komast að niðurstöðu fyrir miðnætti í kvöld hefði Mas þurft að boða til nýrra kosninga.

Katalónía nýtur nú þegar nokkurs sjálfræðis hvað varðar mennta-, heilbrigðis-, tolla- og löggæslumál auk þess sem héraðið hefur eigin þjóðtungu.