Stjarnan í þriðja sæti - KR í fallbaráttu

17.07.2017 - 21:56
Mynd með færslu
 Mynd: Stjarnan
Stjarnan er komið í þriðja sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á KR í Garðabæ í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson kom Stjörnunni yfir á 35. mínútu og skoraði þar með gegn sínum gömlu félögum. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði síðara mark Stjörnumanna á 81. mínútu leiksins og tryggði Garðbæingum öll þrjú stigin.

Stjarnan er nú með 18 stig að loknum ellefu umferðum í þriðja sæti. Stjarnan er sex stigum á eftir toppliði Vals. Staða KR-inga er slæm en liðið er aðeins með 11 stig í 10. sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu.

Staðan í Pepsi-deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður