Stjarnan í bikarúrslit

25.02.2016 - 19:11
Stjarnan mun leika til úrslita í Coca Cola-bikar kvenna eftir sigur á Fylki í undanúrslitum í kvöld, 26-21. Stjarnan hafði yfirhöndina nær allan leikinn en náðu aldrei að hrista baráttuglaðar Fylkiskonur almennilega af sér. Stjarnan mætir annað hvort Gróttu eða Haukum í úrslitum en liðin mætast í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld.

Stjarnan leiddi í hálfleik 13-10. Talsverð spenna var í leiknum því þegar um fimm mínútur voru eftir munaði eins tveimur mörkum á liðunum.

Hanna G. Stefánsdóttir var drjúg í liðið Stjörnunnar og skoraði sjö mörk. Patricia Szölösi skoraði átta mörk fyrir Fylki.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður