Stigi við Seljalandsfoss í klakaböndum

24.02.2016 - 17:06
Mynd með færslu
 Mynd: Pétur Gauti  -  Facebook
Pétur Gauti Valgeirsson var á ferð með hóp, á vegum Guðmundar Jónassonar, við Seljalandsfoss í dag og tók myndir af íslaginu sem liggur yfir tröppunum austan megin við fossinn. „Þetta er svona á hverjum vetri,“ segir Pétur Gauti, en hann hefur starfað sem leiðsögumaður í fimmtán ár: „Það væri kannski hægt að fara þarna upp með brodda, ísaxir og línu.“ Hann segir fólk þó ekki álpast þarna upp. Þarna sé mikill úði af fossinum og kalt.
Mynd með færslu
 Mynd: Pétur Gauti  -  Facebook

Pétur Gauti telur mannbrodda vera staðalbúnað fyrir ferðamenn á Íslandi. „Eins og að við förum með sundföt og sólarvörn á sólarströnd, þá ættu ferðamenn sem koma til Íslands að hafa með sér húfu, vettlinga og mannbrodda - ekki klögum við Spánverja fyrir að sólbrenna,“ segir Pétur Gauti.  

Þegar Pétur var þarna í dag var „nokkuð fátt fólk“, tvær rútur og nokkrir á einkabílum. Hann segir að þangað til fyrir þremur til fjórum árum hafi bara einn og einn verið þarna að vetrarlagi. 

 

Ice ice baby

Posted by Pétur Gauti on 24 February 2016

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV