Sterkur útsigur Þórs í Grindavík

18.02.2016 - 21:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þór Þorlákshöfn vann í kvöld góðan útisigur á Grindavík í Dominos-deild karla, 81-87. Vance Michael Hall skoraði 31 stig í liði Þórs sem sýndu styrk sinn eftir tap gegn KR í bikarúrslitum um síðustu helgi. Fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

Njarðvík hafði betur gegn ÍR á útvelli, 76-83. 24 stig frá Sveinbirni Claessen dugðu ekki til gegn sterku liði Njarðvíkur. Á Selfossi mættust liðin í botnsætum deildarinnar, FSu og Höttur frá Egilsstöðum. Gestirnir unnu góðan sigur og er þetta annar sigur Austfirðinga í deilinni. Tobin Carberry skoraði 32 stig fyrir Hött í kvöld.

Darrel Lewis fór á kostum í liði Tindastóls sem vann stórsigur á liði Snæfells, 114-85 á Sauðárkróki í kvöld. Lewis skoraði 35 stig og Myron Dempsey var með 34.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla:

ÍR-Njarðvík 76-83 (25-23, 14-17, 16-22, 21-21)
ÍR: Sveinbjörn Claessen 24/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/9 fráköst/8 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 11/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8, Daði Berg Grétarsson 5, Trausti Eiríksson 3/10 fráköst.
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 26/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 16/5 fráköst/4 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 14/4 fráköst, Logi  Gunnarsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 9/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 1.

FSu-Höttur 83-92 (16-23, 20-16, 29-26, 18-27)
FSu: Christopher Woods 22/12 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 18/4 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 15/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 11/7 stoðsendingar, Ari Gylfason 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3/4 fráköst, Þórarinn Friðriksson 3, Arnþór Tryggvason 2, Maciej Klimaszewski 2.
Höttur: Tobin Carberry 32/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 14, Mirko Stefán Virijevic 10/11 fráköst, Hallmar Hallsson 8/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Ásmundur Hrafn Magnússon 4.

Tindastóll-Snæfell 114-85 (28-24, 28-13, 25-29, 33-19)
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 35/9 fráköst/6 stoðsendingar, Myron Dempsey 34, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst, Pálmi Þórsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst.
Snæfell: Austin Magnus Bracey 33/5 fráköst, Sherrod Nigel Wright 24/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/8 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 6, Jón Páll Gunnarsson 5, Almar Njáll Hinriksson 2.

Grindavík-Þór Þ. 81-87 (20-15, 19-16, 19-32, 23-24)
Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3.
Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/12 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 2, Ragnar Örn Bragason 0/7 fráköst.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður