Stakt fargjald hækkar í 420 1.mars

15.02.2016 - 13:38
Strætó hækkar fargjöld um næstu mánaðarmót. Þá verður stök ferð seld á 420 kr. og miðaspjald á 8.000 með 20 miðum, en Strætó vill hætta að selja miða vegna óprúttinna aðila sem virðast prenta eigin miða.

Farþegum fjölgar

Þó svo að fjölgun farþega sé viðvarandi, telur Strætó nauðsynlegt að hækka fargjöldin, mesta hækkun er á svokölluðum dags kortum og þriggja daga kortum, sem ferðamenn nýta hvað mest, en sú hækkun nemur 50% og 40%. Engin breyting er á verði nemakorta 18 ára og eldri eða árskortum fyrir börn og ungmenni. Nú geta börn, öryrkjar og eldri borgarar greitt fargjaldið með klinki. 

Breytingar á akstursleiðum í vændum

Þeir sem nýta Strætó að jafnaði er bent á að fylgjast með, því akstursleiðum verður breytt á næstunni á nokkrum leiðum. Bryndís Haraldsdóttir stjórnarformaður Strætó og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar var gestur í Mannlega Þættinum og aðspurð um endurupptöku aksturs um Hverfisgötu í Reykjavík, sagði hún það standa uppá Reykjavíkurborg að ákveða það.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi