Stærsti fíkniefnafundur í sögu Danmerkur

19.01.2016 - 11:19
A cocaine user in London, Britain, 16 January 2009. The number of people in the UK addicted to the 'celebrity' drug cocaine is reaching shocking levels, reports suggest. Britons consume more cocaine than almost any other country in Europe,
 Mynd: EPA
Danska lögreglan lagði hald á kókaín að verðmæti 900 milljóna danskra króna í Esbjerg síðastliðið sumar. Þetta er stærsti fíkniefnafundur í sögu Danmerkur.

Danska lögreglan greindi frá þessu í morgun en efnin, rúm 310 kíló af hreinu kókaíni, fundust í gámi í Esbjerg. Lögregla hefur sex manns í haldi vegna málsins, Hollendinga og Belga. Samkvæmt danska ríkisútvarpinu hefur einn þeirra hefur þegar verið framseldur til Danmerkur. Lögregla telur að drýgja hefði mátt efnin rækilega og rúmt tonn af kókaíni hefði komist í sölu. Söluandvirðið er talið nema jafnvirði rúmlega sautján milljarða íslenskra króna. 

Lögregla fann tæp 100 kíló af kókaíní í Árósum vorið 2013. Það hefur fram að þessu verið mesta magn kókaíns sem lögregla þar hefur lagt hald á. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV