Staðfest að Cornell svipti sig lífi

18.05.2017 - 18:10
Niðurstaða réttarmeinafræðings hefur leitt í ljós að söngvarinn Chris Cornell svipti sig lífi. Hann er talinn hafa hengt sig á hótelherbergi sínu í Detroit. Söngvarinn hafði kvöldið áður en hann lést látið fylgjendur sínar á Twitter vita af því að hann væri kominn til iðnaðarborgarinnar þar sem hann hélt velheppnaða tónleika.

Á vef AP-fréttastofunnar kemur fram að tveir fréttavefir hafi haft eftir talsmanni lögreglunnar í Detroit að söngvarinn hafi fundist með band í kringum hálsinn. Annar talsmaður lögreglunnar vildi þó ekki staðfesta það.

Cornell sló fyrst í gegn með grunge-sveitinni Soundgarden en eftir að hún hætti störfum gekk söngvarinn til liðs við Audioslave. Hún var að mestu skipuð liðsmönnum Rage Against the Machine.

Eftir að sveitin hætti störfum vegna tónlistarlegs ágreinings hóf Cornell sólarferil og samdi meðal annars titillagið við Bond-myndina Casino Royal. Fjölmargir tónlistarmenn hafa minnst Cornell á samfélagsmiðlum í dag -