Staðfest að 79 létust í eldsvoðanum

19.06.2017 - 10:15
epa06036327 An undated handout video grab made available by Britain's London Metropolitan Police Service (MPS) on 18 June 2017 shows a view on a burned flat inside the Grenfell Tower, a 24-storey apartment block in North Kensington, West London,
 Mynd: EPA  -  LONDON METROPOLITAN POLICE
Lundúnalögreglan staðfesti í morgun að 79 væru látnir eða saknað eftir eldsvoðann í Grenfell-turninum í síðustu viku. Eldsupptök liggja ekki fyrir. Lögreglurannsókn er hafin en hún beinist meðal annars að því hvort farið var eftir byggingareglugerðum þegar endurbætur voru gerðar á húsinu fyrir nokkrum árum.

Stuart Cundy, yfirmaður í Lundúnarlögreglunni, staðfesti þetta í morgun og sagðist óttast að fleiri hafi látið lífið. Hann sagði það forgangsverkefni lögreglu að flytja lík þeirra sem dóu úr húsinu og reyna að bera kennsl á þau. Hann varaði þó við því að það gæti reynst erfitt. Lögregla birti fyrstu myndir úr fjölbýlishúsinu í morgun og þær sýna að þar brann allt sem brunnið gat. 

epa06036328 An undated handout video grab made available by Britain's London Metropolitan Police Service (MPS) on 18 June 2017 shows a view on a burned flat inside the Grenfell Tower, a 24-storey apartment block in North Kensington, West London,
 Mynd: EPA  -  LONDON METROPOLITAN POLICE

Mínútuþögn var í Lundúnum klukkan tíu til að minnast fórnarlamba eldsvoðans síðastliðinn miðvikudag. Spjótin standa enn að borgaryfirvöldum og verktökum sem sáu um endurbætur á byggingunni. Rannsókn er hafin. Hún beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur fyrir nokkrum árum. Þar beinast spjótin einna helst að klæðningu hússins en eldurinn virtist hreinlega blossa upp meðfram klæðningunni og breiddist því mun hraðar út en ella. 

 

epa06036317 An undated handout photo made available by Britain's London Metropolitan Police Service (MPS) on 18 June 2017 shows a view on a burned flat inside the Grenfell Tower, a 24-storey apartment block in North Kensington, West London, Britain.
 Mynd: EPA  -  LONDON METROPOLITAN POLICE

Meint aðgerðaleysi yfirvalda við ábendingum um skort á brunavörnum í húsinu hefur verið harðlega gagnrýnt. Þá eru margir reiðir vegna skorts á úrræðum fyrir þau sem misstu allt sitt í brunanum, en meirihluti íbúa Grenfell blokkarinnar tilheyrir fátækari hluta Lundúnarbúa. 

epa06036315 An undated handout photo made available by Britain's London Metropolitan Police Service (MPS) on 18 June 2017 shows an entrance to the Grenfell Tower, a 24-storey apartment block in North Kensington, West London, Britain. Police
 Mynd: EPA  -  LONDON METROPOLITAN POLICE