Sprengja í fartölvu sprakk á flugvelli

07.03.2016 - 10:11
In this Tuesday, Feb. 2, 2016 photo, a hole is photographed in a plane operated by Daallo Airlines as it sits on the runway of the airport in Mogadishu, Somalia. A gaping hole in the commercial airliner forced it to make an emergency landing at Mogadishu&
Fyrir nokkrum vikum sprakk sprengja í farþegaþotu skömmu eftir flugtak frá Mogadishu.  Mynd: AP
Sex særðust þegar sprengja sem komið hafði verið fyrir í fartölvu sprakk í dag á flugvelli í bænum Beledweyne í Sómalíu. Þetta gerðist á öryggissvæði þar sem farangur farþega er gegnumlýstur.

Öryggisvörðum tókst að aftengja tvær sprengjur. Önnur þeirra fannst í prentara í farangri eins farþegans. Sex þeirra sem særðust eru almennir borgarar. Tveir lögreglumenn særðust einnig. Hermenn frá Djibútí annast öryggisgæslu á flugvellinum ásamt heimamönnum.

Þetta er í annað sinn á nokkrum vikum sem atlaga er gerð að flugfarþegum í Sómalíu. Á dögunum sprakk sprengja í farþegaþotu skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Mogadishu. Gat kom á skrokk þotunnar. Einn farþegi sogaðist út; líkast til sá sem komst með sprengjuna um borð í þotuna. Al Shabab hryðjuverkasamtökin lýstu árásinni á hendur sér.  

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV