Spilaði með Beckham innan á legghlífunum

07.03.2016 - 13:07
Það orð fer af Íslendingum að við séum hjátrúarfullir, þó að við viljum kannski sjaldnast viðurkenna það. Við bönkum í við, sjö-níu-þrettán, fyllumst óþægindatilfinningu þegar svartur köttur hleypur þvert á veg okkar og hefjum vertíð síður á mánudögum. Þegar að er gáð má finna merki hjátrúar allt í kring um okkur.

Segja má að hjátrú sé eins konar undirflokkur þjóðtrúar og nái yfir afmarkaðra svið. Í stuttu máli sýst hún um fyrirboða sem koma fyrir í umhverfinu og eru annað hvort góðs viti eða ills. Þeir sem eiga sitt undir forlögunum og náttúruöflunum eru almennt hjátrúarfyllri en aðrir, fólk í aðstæðum sem það hefur ekki fulla stjórn á sjálft eins og sjómenn, leikarar og þungaðar konur. 

Þá eru ónefndir íþróttamenn sem temja sér alls kyns kúnstir í kring um leiki og mót, skúffukökuát og fleira. Fótboltakonan Adda Baldursdóttir spilaði upp alla yngri flokka og inn í meistaraflokk með myndir af David Beckham innan á legghlífunum sem hún og vinkona hennar plöstuðu og höfðu tröllatrú á. 

„Þetta byrjar bara af einhverjum vana held ég sem maður heldur svo fast í. Þegar vel gengur allavega þá er erfitt að sleppa,“ segir Adda. 

Landinn kynnti sér ýmsar tegundir hjátrúar og ástæðurnar sem að baki liggja. Þáttinn í heild er hægt að sjá r. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir
Landinn