Spilað á glerhjúp Hörpu

25.02.2016 - 09:52
Á fjórðu hæð tónlistarhússins Hörpu er stjórnborð sem líkist mjög móðurborði tölvunnar sem var í aðalhlutverki í kvikmyndinni 2001 A Space Odissey. Það er ljósaorgel sem Atli Bollason og félagi hans Owen Hindley smíðuðu.

Almenningi gefst færi á að spila á ljósaorgelið næstu daga og kvöld, fram á sunnudagskvöld, þá verður orgelið tekið niður og hefðbundin ljósasýning hefst í glerhjúpnum. 

Kassettuhulstur í takkaborði

Lyklaborðið, sem er hannað úr tómum kassettuhulstrum, er staðsett á 4. hæð þar sem gott útsýni er yfir glerhjúpinn.

Hægt er að kveikja og slökkva á hljóðinu og einnig er nemi í hljómborðinu sem stýrir litunum sem birtast. Sjón er sögu ríkari og er almenningur hvattur til að koma og spila á ljósaorgelið.

Rætt var við Atla Bollason um verkefnið í Víðsjá.

Ljósmynd: Dagur Gunnarsson

Mynd með færslu
Dagur Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi