Spieth hefur árið með látum

09.01.2016 - 13:04
Íþróttir · Golf · Spieth
epa04697807 Jordan Spieth of the US hits his tee shot on the seventeenth hole during the first round at the 2015 Masters Tournament at the Augusta National Golf Club in Augusta, Georgia, USA, 09 April 2015. The Masters Tournament is held 09 April through
Jordan Spieth lék á 64 höggum í gærkvöldi.  Mynd: EPA
Besti kylfingur heims, Jordan Spieth frá Bandaríkjunum, hefur nýtt ár einstaklega vel því hann er kominn í efsta sætið í Tournament of Champion mótinu sem fram fer á Havaíeyjum að loknum tveimur hringjum.

Spieth lék annan hringinn í mótinu á 64 höggum eða níu höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Hann er með fjögurra högga forystu á Patrick Reed, Kevin Kisner og Fabian Gomez sem allir eru á 12 höggum undir pari.

Spieth er enn ekki enn búinn að fá skolla í mótinu: „Það væri gaman að vera með hrein skorkort í mótinu. Ég vil undirbúa mig vel og byrja árið með hvelli. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikið eftir,“ sagði Spieth.

Staðan í mótinu

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður