Southampton hafði betur gegn Liverpool

11.01.2017 - 22:03
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Southampton vann Liverpool 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld.

Leikurinn fór rólega af stað en á 20. mínútu leiksins kom Nathan Redmond heimamönnum í Southampton yfir eftir mistök Ragnars Klavan í vörn Liverpool. Southampton hefði getað bætt við öðru marki í fyrri hálfleik en Loris Karius var vel á verði í marki Liverpool.

Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleiknum og lokatölur á St. Mary's 1-0 fyrir heimamenn í Southampton. Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield þann 25. janúar.

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður