Sóttu fjóra göngumenn á Hornstrandir

18.06.2017 - 16:54
Mynd með færslu
 Mynd: ??  -  imkid.com
Björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni er nú siglt frá Hornströndum til Ísafjarðar með fjóra göngumenn. Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kallaðir út um hádegi í dag vegna örmagna göngumanns á Hornströndum.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á áfangastað á Hornströndum hafi komið í ljós að auk þess göngumanns hafi annar verið tognaður á ökkla og tveir með laskað tjald og orðnir kaldir og blautir. Þrjá til fjóra tíma tekur að sigla til Ísafjarðar og er áætlað að björgunarskipið komi til hafnar um kvöldmatarleyti.

 

Dagný Hulda Erlendsdóttir