Sori: manifesto - Valerie Solanas

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Sori: manifesto - Valerie Solanas

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
16.02.2017 - 01:06.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Bók vikunnar er að þessu sinni Sori: manifesto eftir Valerie Solanas en þýðing Kristínar Svövu Tómasdóttur á þessari yfirlýsingu frá árinu 1968 kom út sem bók fimm í smábókaflokki Nýhils árið 2009. Á sunnudaginn, 26. febrúar, ræðir Halla Þórlaug Óskarsdóttir við þau Sjón og Soffíu Auði Birgisdóttur um þessa byltingarkenndu yfirlýsingu.

Valerie Solanes fæddist árið 1936 og lést árið 1988 rúmlega fimmtug. Valerie Solanes var listakona, aðallega rithöfundur, og bjó lengst af í New York. Hún lærði upphaflega sálfræði en hóf snemma að skrifa SORA: manifestó sitt sem á frummálinu nefnist SCUM.

Hér má heyra þýðandann, Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðing og ljóðskáld, lesa bút úr fyrri hluta Sori: manifesto sem og niðurlag yfirlýsingarinnar. Á milli lestranna má svo heyra viðtal við Kristínu Svövu um yfirlýsinguna og vinnuna við þýðinguna sem hún gerði fyrir tæpum áratug.

SCUM er skammstöfun og stendur fyrir Society for Cutting up Men eða Félag um bútun karlmanna. Valerie Solanes varð heimsfræg þegar hún í júní árið 1968 réðist á Andy Warhol og veitti honum mikla áverka. Í dag er það þó líklega fremur Sori: manifesto sem heldur nafni hennar á lofti. Sori: manifesto er þrumandi reiðilestur þar sem Valerie Solanas útmálar karlkynið sem fullkomlega óþarfa tegund á lægra þróunarstigi en kvenkynið og lætur sig dreyma um veröld fulla af konum, en án eins einasta karlmanns.

Árið 2007 fékk sænska skáldkonan Sara Stridsberg Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Drömfakulteten eða Draumadeildin þar sem Sara segir sögu Valerie Solanas. Um Sori: manifesto segir Sara Stridsberg að það sé samtímis sanngjarnasti og ósanngjarnasti femínistatexti sem skrifaður hafi verið, einskonar pólitísk satíra jafnt sem róttækt uppgjör við karlasamfélagið.

Mér má hlusta á þáttinn í heild sinni.