Söngvastél í dag klukkan 17:02

20.02.2016 - 13:07
Mynd með færslu
 Mynd: Þórður Helgi  -  RUV
Þá er komið að deginum sem allir eru að bíða eftir, úrslitakvöld Söngvakeppninar 2016. Já það eru 6 lög sem keppa til úrslita því verður Hanastélið áfram á júróvisjón buxunum/pilsinu þennan laugardaginn.

Við kynnum okkur lögin góðu sem keppast um að keppa fyrir Íslands hönd í Svíþjóð í maí.

Jónatan Garðarsson liðstjóri, Felix Bergsson kynnir, Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi kynnir og Hera Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri keppninar ræddu ferðir íslensku keppendana og við fengum að vera flugan á veggnum. Tvær eitilhressar stúlkur úr leikhópnum Improv Ísland koma og taka sitt uppáhalds júróvisionlag og svo verður spurningakeppnin góða auðvita á sínum stað.

Mynd með færslu
Þórður Helgi Þórðarson
dagskrárgerðarmaður
Hanastél
Þessi þáttur er í hlaðvarpi