Solheim Bikarinn: Evrópuúrvalið leiðir

18.08.2017 - 19:41
Mynd með færslu
 Mynd: Golfweek  -  RÚV
Sólheimabikarinn í golfi, Solheim cup hófst í Iowa fylki í Bandaríkjunum í dag. Leikið er á golf vellinum í Des Moines. Fyrirkomulag mótsins svipar mjög til Ryder-bikarsins nema í Solheim cup eru kvenkylfingar á meðan í Rydernum eru aðeins karlkylfingar.

Fyrsta hluta keppninnar er lokið en þar léku tveir og tveir kylfingar úr hverju liði saman, sama boltanum til skiptis.

Mátti sjá mjög góð högg í dag en Anna Nordqvist átti líklega pútt dagsins.

Eftir fyrsta hlutann þá leiðir Evrópuúrvalið með tvo og hálfan vinning á móti einum og hálfum vinning hjá Bandaríkjunum.

Liðin hafa nú þegar hafið leik í Fjórbolta en þá keppa samtals fjórir keppendur, tveir úr hvoru liði, á hverri holu. Það eru því fjórir boltar í leik að hverju sinni og þaðan kemur nafnið. Högg þess kylfings sem leikur á færri höggum þá holuna telja en. Þannig getur annar leikmaður átt slæma holu án þess að bitni á heildarskori þess teymis. 

Mynd með færslu
 Mynd: Golfweek  -  RÚV
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður