Sofnaði á blaðamannafundi Barcelona

20.03.2017 - 16:20
epa05855959 FC Barcelona's head coach, Luis Enrique Martinez, addresses a press conference after he led a team's training session in a sport complex in Sant Joan Despi, in Barcelona, northeastern Spain, 18 March 2017. The team prepares its
 Mynd: EPA  -  EFE
Luis Enrique þjálfari spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona átti í vandræðum með að halda áfram með mál sitt á blaðamannafundi á dögunum þegar hann tók eftir fréttamanni sem hafði sofnað.

„Sjáið, þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Það er maður sofandi á fréttamannafundinum. Ég hlýt að hafa verið svona leiðinlegur. Góðan daginn! Hvernig hefurðu það? Þetta er mjög gott.“ sagði Enrique hlæjandi og þurfti nokkrar sekúndur til að jafna sig.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður