Snowden reiðubúinn að fara til Bandaríkjanna

21.02.2016 - 14:58
epa04914256 Hege Newth Nouri (R), president of the Norwegian Academy of Literature and Freedom of Expression, awards the Bjornson Prize 2015 to US Edward Snowden (on screen) in Molde, Norway, 05 September 2015. Snowden was awarded with the Bjorson Prize
 Mynd: EPA  -  NTB SCANPIX
Uppljóstrarinn Edward Snowden segist reiðubúinn að snúa aftur til Bandaríkjanna ef bandarísk stjórnvöld heita honum réttlátri málsmeðferð.

Snowden hefur verið í útlegð í Rússlandi eftir að hann lak þúsundum leyniskjala Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, og afhjúpaði njósnir stofnunarinnar um óbreytta bandaríska borgara jafnt sem erlenda þjóðarleiðtoga.

Snowden á yfir höfði sér ákæru  í Bandaríkjunum og þrjátíu ára fangelsi. Hann segist tilbúinn til að mæta fyrir rétt til að færa rök fyrir máli sínu og vera dæmdur af kviðdómi jafningja sinna. Þetta sagði Snowden á opnum fundi sem var streymt á friðarverðlaunahátíðinni í Dresden í Þýskalandi í dag.