Snorri sjálfkjörinn formaður LL

12.01.2016 - 14:55
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Snorri Magnússon er sjálfkjörinn formaður Landssambands lögreglumanna næstu tvö ár eftir að mótframbjóðandi hans dró framboð sitt til baka í gærkvöld. Snorri hefur gegnt embættinu síðan 2008 en þetta var í annað sinn sem mótframboð barst.

Kjósa átti í fyrsta sinn rafrænt en kosning átti að hefjast á föstudag og ljúka viku síðar. Fram kemur á vef Landssambands lögreglumanna að Einar G. Guðjónsson, lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, hafi tilkynnt kjörstjórn í gærkvöld að hann drægi framboðið til baka.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV