Snjókoma og él, en bjart sunnanlands og vestan

26.03.2016 - 07:31
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Spáð norðanáttum með snjókomu eða éljum um páskana, en lengst af bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frosti í innsveitum að næturlagi.

 

Þennan dag árið 2000 urðu miklir vatnavextir á Vesturlandi og Vestfjörðum þannig að vegir urðu víða ófærir og sums staðar féllu aurskriður. Einnig flæddi inn í nokkur hús á Selfossi og hringvegurinn lokaðist í Mývatnssveit.

Veðurspáin

Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Norðaustan 8-13 metar á sekúndu, en 13-18 við norðvesturströndina. Éljagangur norðanlands, en annars skýjað og stöku él syðst. Hægari og léttir til sunnanlands í dag en hvessir heldur mep ofankomu norðantil í kvöld. Norðan og norðaustan 10-15 og él á morgun, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti víða 0-5 stig að deginum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV