Snjóflóð í Hvalnes- og Þvottárskriðum

26.02.2016 - 00:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV / Reynir Örn
Þjóðvegur 1 er ófær um Hvalnes- og Þvottárskriður vegna snjóflóðs sem féll þar yfir veginn. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér vel aðstæður áður en farið er um það svæði. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi í kvöld.
Þar segir enn fremur að Vegagerðin stefni að því að opna veginn um sjö leytið í fyrramálið. Lögreglan biður vegfarendur að kynna sér vel aðstæður áður en farið sé um þetta svæði.

Snjóflóð í Hvalnes- og Þvottárskriðum.Þjóðvegur 1 er ófær um Hvalnes- og Þvottárskriður vegna snjóflóðs sem féll þar...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on 25. febrúar 2016

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV