Snæfell og Haukar jöfn á toppnum

03.02.2016 - 22:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Snæfell vann sex stiga sigur á Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld, 75-69. Sigurinn hjá Snæfelli gefur góð fyrirheit fyrir viðureign liðanna í bikarúrslitum KKÍ sem fram fer um miðjan febrúar. Haukar og Hamar unnu einnig sína leiki í kvöld.

Haiden Palmer átti góðan leik hjá Snæfelli og skoraði 29 stig auk þess að taka 12 fráköst. Snæfell er á toppi deildarinnar með 30 stig en deilir toppsætinu með Haukum sem höfðu betur gegn Val á Ásvöllum í kvöld, 73-67. Það var frábær lokaleikhluti sem tryggði Hauka-konum sigurinn. Helena Sverrisdóttir skoraði 26 stig og tók 14 fráköst í liði Hauka.

Í Garðabænum áttust við heimakonur í Stjörnunni og Hamar frá Hveragerði. Gestirnir höfðu betur, 59-64. Alexandra Ford átti góðan leik hjá Hamar og skoraði 28 stig.

Staðan í Dominos-deild kvenna

Úrslit úr leikjum kvöldsins:
Snæfell-Grindavík 75-69 (24-19, 19-14, 13-10, 19-26)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/12 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, María Björnsdóttir 3.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 28/17 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, Hrund Skuladóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3.   

Haukar-Valur 73-67 (25-24, 14-17, 13-17, 21-9)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/14 fráköst/5 stoðsendingar, Chelsie Alexa Schweers 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 5/7 fráköst/5 varin skot, Dýrfinna Arnardóttir 3, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2.
Valur: Karisma Chapman 26/15 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 3.

Stjarnan-Hamar 59-64 (16-9, 13-17, 14-9, 16-29)
Stjarnan: Adrienne Godbold 21/18 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 13/15 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 7, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 5/5 fráköst, Heiðrún Kristmundsdóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Eva María Emilsdóttir 2.
Hamar: Alexandra Ford 28/8 fráköst/6 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 13/6 fráköst/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/13 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Jenný Harðardóttir 3, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 1/9 fráköst.

 

 

 

 

 

 

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður