Snæfell hafði betur í toppslagnum

19.01.2016 - 20:04
Mynd með færslu
 Mynd: Körfuknattleikssamband Íslands
Snæfell tyllti sér á toppinn í Dominos-deild kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í baráttu toppliðanna, 84-70.

Snæfell hóf leikinn mun betur og leiddu með 18 stigum að fyrsta leikhluta loknum. Snæfell lét þá forystu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks og landaði öruggum sigri. Snæfell hefur nú 26 stig á toppi deildarinnar en Haukar 24.

Haiden Denise Palmer skoraði 30 í liðið Snæfells. Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest með 26 stig auk þess að taka 13 fráköst.

Staðan í Dominos-deild kvenna

Snæfell-Haukar 84-70 (29-11, 21-19, 17-19, 17-21)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 30/14 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 15/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/13 fráköst, Chelsie Alexa Schweers 17, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/14 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 1.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður