Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn

13.02.2016 - 15:44
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Snæfell er í bikarmeistari í körfuknattleik kvenna eftir sigur á Grindavík, 78-70, í Laugardalshöll í dag. Snæfell leiddi leikinn allt frá upphafi en náði þó aldrei að hrista Grindavíkurkonur almennilega af sér sem börðust af krafti í leiknum.

Snæfell var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og einnig í hálfleik, en þá var staðan 41-34. Gunnhildur Gunnarsdóttir var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá 19 stig. Whitney Frazier var allt í öllu hjá Grindavíkurliðinu og skoraði 17 stig í hálfleiknum.

Grindvíkingar náðu ekki brúa bilið í síðari hálfleik og fögnuðu Snæfellingar bikarmeistaratitlinum í fyrsta sinn, lokatölur 78-70. Þetta var í þriðja sinn sem Snæfell lék til úrslita í bikarkeppninni.

Haiden Denise Palmer var með þrefalda þrennu og skoraði einnig 23 stig fyrir Snæfell. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með einnig með 23 stig. Hjá Grindavík var Whitney Michelle Frazier atkvæðamest með 32 stig.

 

 

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður