Smyrill gæddi sér á stara

11.02.2016 - 09:01
Mynd með færslu
 Mynd: Þórarinn Einarsson  -  Facebook
Smyrill vakti athygli vegfarenda fyrir utan Bónus í Ingólfsstræti í Reykjavík í gær. Ránfuglinn hafði náð að klófesta stara og gæddi sér á honum milli bíla á bílastæði verslunarinnar og lét sér fátt um finnast þótt fólk væri nærri.

Það var ekki fyrr en bíl var bakkað úr stæði rétt við hann að hann flaug á brott. En ekki án þess að taka hræið af staranum með sér. Myndirnar tók Þórarinn Einarsson og sömuleiðis myndskeiðið hér fyrir neðan og er þetta birt með hans leyfi.

Smyrill gæddi sér á starra í dag fyrir utan Bónus við Ingólfsstræti.

Posted by Þórarinn Einarsson on 10. febrúar 2016

Mynd með færslu
 Mynd: Þórarinn Einarsson  -  Facebook
Mynd með færslu
 Mynd: Þórarinn Einarsson  -  Facebook
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV