Slökkviliðsmaður og brennuvargur í fangelsi

24.02.2016 - 03:29
epa04939695 A handout picture made available by the US Forest Service on 20 September 2015 shows an out of control wildfire approaching the Kings River, east of Fresno, California, USA, 19 September 2015. Hundreds of people have been left homeless by two
Fjöldi skaðræðis kjarr- og skógarelda logar í Kaliforníu og norðureftir allri vesturströnd Bandaríkjanna á ári hverju. Ástandið hefur þó verið óvenju slæmt undanfarin tvö ár.  Mynd: EPA  -  US Forest Service
Fyrrverandi slökkviliðsmaður í Kaliforníu var í gær sakfelldur fyrir minnst 30 íkveikjur og dæmdur í fimm ára fangavist. Auk þess var honum gert að greiða þeirri deild slökkviliðsins sem sérhæfir sig í skógareldum hátt í 250.000 bandaríkjadali, um 30 milljónir króna, í skaðabætur. Benjamin Cunha, sem er 33 ára gamall, kveikti tugi kjarr- og skógarelda sumrin 2006 og 2007.

Ástæðurnar eru sagðar þær helstar, að honum hafi leiðst og einnig viljað auka tekjur sínar með því að skapa sér aukavinnu með þessum hætti, en hann var í slökkviliðinu á þessum tíma. Þá mun hann einnig hafa viljað ganga í augun á félögum sínum, að sögn þeirra sem stýrðu rannsókn málsins. Cunha mun hafa kveikt marga eldana með tímastilltum íkveikjubúnaði, sem gerði honum kleift að vera víðs fjarri þegar eldurinn braust út.