Slitlag fauk á Snæfellsnesi

10.03.2016 - 09:12
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Slitlag fauk á tveimur köflum, báðum megin við Búlandshöfða, á Snæfellsnesi í óveðrinu í nótt. Björn Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Ólafsvík, segir að vegkaflinn, sem fauk vestan við Búlandshöfða, hafi verið töluvert stór. Kaflinn austan megin, nær Grundafirði, hafi verið minni. Búið sé að hreinsa og vegurinn orðinn ágætlega fær.

Krapaflóð féll niður yfir veginn milli Ólafsvíkur og Hellissands í nótt. Björn segir að það hafi ekki gerst seinni árin. Krapaflóðið hafi verið lítið og sullast yfir veginn. Þar hafi þó verið fært fólksbílum.

Björn segir að veðrið sé að ganga niður á Snæfellsnesi. Feiknamikil rigning og rok hafi verið þar í morgun.  Hann segir að fært sé orðið um norðanvert Snæfellsnesið og um Vatnaleið og unnið sé að mokstri á Fróðárheiði. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV