Skýrslutökum í Birnu-málinu lokið í bili

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson  -  RÚV
Aðalmeðferð í máli gegn Thomasi Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, er lokið í dag og verður framhaldið í fyrramálið. Thomas breytti framburði sínum fyrir dómi, frá skýrslutökum hjá lögreglu, og reyndi að koma sök á félaga sinn, Nikolaj Olsen, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Teknar voru skýrslur af tvímenningunum í morgun, öðrum skipverjum af Polar Nanoq og lögreglumönnum sem komu að rannsókn málsins.
 
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV