Skugga-Baldur á króatísku og serbnesku

08.02.2016 - 23:03
Árið 2005 kom skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón út á serbnesku í þýðingu Tatjönu Latinovic og vorið 2016 er von á þýðingu hennar á sömu bók í Króatíu. Tatjana mætti í Efstaleitið til að ræða um stöðu innflytjenda í íslenska bókmenntaheiminum í bókmenntaþættinum Orð*um bækur, 13. febrúar 2016. Tatjana las upp brot úr króatísku og serbnesku þýðingum sínum á Skugga-Baldri og sagði stuttlega frá muninum á milli þessara tveggja tungumála.

 

Króatíska:

Izgledalo je kao da nije svjesna bilo kakve opasnosti. Sve njene kretnje pokazivale su da je u potrazi za hranom. Kretala se polako, potpuno predana tom zadatku.

Čovjek je pažljivo promotri.

Svoje misli usmjerio je prema njoj, pokušavajući predvidjeti njezine namjere, u kojem će pravcu krenuti kada završi s njuškanjem vrha brda na kojem je stajala. Onda se odjednom dade u bijeg, potpuno bez razloga, učini se njezinu pratitelju. Po svim njenim pokretima vidjelo se da je osjetila veliku opasnost. Ipak, nije mogla biti svjesna čovjeka – nije joj dao nikakav povod za to.

Jedino objašnjenje bilo je da mu je nekim nadnaravnim čulima predosjetila namjeru:

On je čovjek koji je namjerava uloviti.

Serbneska:

Izgledalo je da je nesvesna bilo kakve opasnosti. Svi njeni pokreti su pokazivali da je u potrazi za hranom. Kretala se polako, potpuno posvećena tom zadatku.

Čovek je detaljno promotri.

Svoje misli je usmerio ka njoj, pokušavajući da joj predvidi namere, u kome će pravcu krenuti kada završi sa njuškanjem vrha brda gde je stajala. Onda se odjednom dade u beg, potpuno bez razloga, učini se njenom pratiocu. Po svim pokretima se videlo da je osetila veliku opasnost. Ipak, nije mogla biti svesna čoveka – nije joj dao povod za to.

Jedino objašnjenje je bilo da mu je nekim nadnaravnim čulima, predosetila nameru:

On je čovek sa namerom da je ulovi.

Íslenska:

Hún virtist með öllu grunlaus um hættu. Allir hennar tilburðir sýndu að hún var að snapa sér eitthvað í svanginn. Hún fór því rólega og hugsunin beindist ekki að neinu öðru marki.

Maðurinn gaf henni nánar gætur.

Hann hugsaði mjög sterkt til hennar, ef vera kynni að han færi nærri um hvað hún ætlaði sér, hvaða leið hún myndi fara þegar snuðri hennar á kambinum lyki. Alveg óvænt tók hún á sprett, án þess að manninum gæti hugkvæmst af hverju. Allt hennar háttalag sýndi að hún skynjaði mikla ógn. Um manninn gat hún ekki haft minnsta grun – eftir venjulegum leiðum.

Eina skýringin er sú að hún hafi fengið hugboð um fyrirætlan hans:

Hann er maður í veiðihug.

 

Mynd með færslu
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi