Skortur á bandvídd á við verstu hryllingsmynd

17.02.2016 - 12:13
Mynd með færslu
 Mynd: -
Ný rannsókn á vegum sænska fjarskiptafyrirtækisins Ericsson sýnir að skortur á bandvídd getur valdið jafn mikilli streitu og að horfa á hryllingsmynd. Rannsóknin var gerð í Danmörku þar sem vísindamenn mældu hjartslátt, heilabylgjur og augnhreyfingar fólks á meðan það horfði á myndband á netinu sem stoppaði öðru hverju, eins og gerist þegar nettenging annar ekki álaginu.

Hjartsláttur tilraunadýranna hækkaði að meðaltali um þrjátíu og átta prósent og ef þau þurftu að bíða í sex sekúndur eða meira var streitan sambærileg við þá sem hefur mælst þegar fólk er látið horfa á skelfilegar hryllingsmyndir eða leysa þunga stærðfræðiþraut. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV