Skjálftar í Mýrdalsjökli

23.01.2017 - 21:24
Gervihnattamynd af Mýrdalsjökli.
 Mynd: NASA
Skjálfti af stærðinni 3,3 varð í Mýrdalsjökli á sjöunda tímanum í kvöld. Skjálftinn var stakur, í norðausturbrún Kötluöskju, og fylgdi í kjölfar skjálftahrinu sem varð í öskjunni miðri snemma í morgun.

Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að skjálftarnir virtust svipaðir hrinunum sem urðu í Mýrdalsjökli í sumar. Engin merki hafa fundist um gosóróa, en starfsmenn veðurstofu fylgjast grannt með skjálftum, óróa og rafleiðni í ám í nótt.

Mynd með færslu
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV