Skíðasvæðin víða opin í dag

26.03.2016 - 09:36
Mynd með færslu
 Mynd: www.akureyri.is  -  Akureyri
Víða er hægt að renna sér á skíðum daginn fyrir páska. Í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið frá 9 til 16. Þar snjóaði í nótt og er flott færi, troðinn þurr snjór, segir í tilkynningu frá umsjónarmanni skíðasvæðisins.

 

Skíðasvæði Tindastóls verður opið frá 11 til 16. Þar snjóaði á níunda tímanum í morgun.

Á skíðasvæðinu í Stafdal er opið frá 10 til 16. Allar lyftur eru opnar og troðin göngubraut.

Skíðasvæðið á Dalvík var opnað klukkan 9 og þar verður opið til 16. Þar var éljagangur í morgun, en ágætis skíðafæri.

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið frá 10 til 16. Töluverður éljagangur var á svæðinu upp úr átta í morgun og skyggnið 500 til 600 metrar. Þrjár lyftur verða í gangi til að byrja með. Þá verður göngubraut tilbúin á Hólssvæði um hádegið.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV