Skaðræðisgeitur reknar úr garðyrkjustörfum

28.02.2016 - 14:12
epa01513424 Goats for sale at the Sunday livstock market in Kashgar, China's western Xinjiang Autonomous Region, 05 October 2008. Kashgar's livestock market comes alive every Sunday just 3 kilometers from the city center. With the first hours of
 Mynd: EPA
Borgin Salem í Oregon í Bandaríkjunum hefur sagt upp samningi við sjötíu og fimm geitur sem voru fengnar til að halda illgresi í skefjum í stórum almenningsgarði. Hugmyndin þótti góð þar sem geiturnar kæmu í stað sláttuvéla og garðyrkjufólks og myndu um leið dreifa áburði.

Raunin varð hins vegar sú að geiturnar átu allt sem að kjafti kom og hlífðu engum gróðri, auk þess sem mikinn óþef fór fljótlega að leggja frá garðinum. Til að bíta höfuðið af skömminni reyndist kostnaður við að halda geiturnar vera fimm sinnum meiri en að borga einfaldlega garðyrkjufólki til að sinna starfinu. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV