Sjúkur kúltúr í íslensku fjármálakerfi

09.02.2016 - 09:20
Mynd með færslu
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.  Mynd: RÚV
Íslenskt fjármaálkerfi glímir við djúpstæðan kúltúrvanda sem birtist í Borgununarmálinu. Menn í efstu lögum fjármálaheimsins ganga út frá því að samskiptin séu óheiðarleg. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.

Árni Páll sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að hann hefði miklar áhyggjur af því að menn í efstu lögum íslensks fjármálakerfisskuli skuli almennt treysta hvorir öðrum yfir borðið til óhæfuverka og ganga út frá því í samskiptum sín á milli að þeir séu óheiðarlegir. Þetta gerist örfáum árum eftir hrun.

Djúpstæður kúltúrvandi

„Mér finnst þetta grafalvarlegt mál" segir Árni Páll. „Við myndum ekki sætta okkur við svona aðferðafræði í nokkurri annarri starfgrein.  Á vettvangi stjórnmálanna myndi þetta kallast undirbrögð og óheilindi og kalla menn þar nú ekki allt ömmu sína. Ég held að á engu sviði samfélagsins finnist fólki þetta eðlilegt. En einhverra hluta vegna er þarna einhver djúpt sjúkur kúltúr sem hefur grafið um sig í fjármálakerfinu og mönnum finnst eðlilegt að ráðstafa verðmætum í fullkomnum óheilindum og með undirferli með ógagnsæum hætti. Það er það sem mér finnst svo alvarlegt með þetta mál. Borgunarmálið snýst ekki um þetta eina mál. Þetta er að  sýna okkur inn í djúpstæðan kúltúrvanda í íslensku fjámálakerfi sem þarf að taka á."

 

 

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV