Sjáðu mörkin þegar SA varð Íslandsmeistari

24.02.2016 - 09:20
Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð í íshokkí karla eftir sigur á Esju í þriðja úrslitaleik liðanna. Leiknum lauk 6-3 fyrir SA þrátt fyrir að Esja hafi komist yfir 3-0.

Vinna þurfti þrjá leiki í úrslitum til að verða Íslandsmeistari og SA vann einvígið 3-0. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill SA í röð.

Mörk leiksins:
SA Víkingar: Hafþór Andri Sigrúnarson 2, Mario Mjelleli 1, Ingvar Þór J'onsson 1, Jussi WSipponen 1, Siguðrur Reynisson 1.

Esja: Egill Þormóðsson 2, Patrik Podsednicek 1.

Í myndskeiðinu í spilaranum hér fyrir ofan má sjá mörk leiksins í gær, fögnuð Akureyringa og viðtal við Anda Má Mikaelsson fyrirliða SA.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður