Sjáðu atriðið umdeilda úr Vikunni

27.02.2016 - 12:17
Reykjavíkurdætur fluttu lagið Ógeðsleg í þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöld. Sitt sýndist hverjum um flutning Reykjavíkurdætra.

Leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem var gestur Gísla Marteins, þótti nóg um og yfirgaf myndverið í miðjum flutningi lagsins.

Á Facebook-síðu Reykjavíkurdætra segir að Reyjavíkurdætur séu „samansafn rappara sem eiga það allar sameiginlegt að vera með illað flow og jákvætt hugarfar.“

Það var ekki að sjá að Ágústa Eva væri sammála þeirri lýsingu og vandar hún hópnum ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni:

Fyndið að gefa þjóðfélagshóp alla þolinmæði pg tolerans í heimi fyrir dónaskap og ósmekklegheit bara afþví að þær eru...

Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Friday, February 26, 2016

Líflegar umræður um brotthvarf Ágústu Evu úr myndverinu, sköpuðust á samfélagsmiðlum:

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Vikan með Gísla Marteini