Sinueldur við Borgarholtsskóla

09.01.2016 - 00:32
Mynd með færslu
 Mynd: Þóra Sif Svansdóttir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á ellefta tímanum í kvöld vegna sinuelds við Borgarholtsskóla. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins dreifðist hratt úr eldinum og náði hann yfir um 600 fermetra svæði þegar verst lét.

Tveir bílar voru sendir á staðinn og gekk vel að slökkva eldinn. Ekki er vitað hvað olli sinunni en líkur eru á því að flugeldur hafi orðið kveikjan.
Talsverður erill hefur verið í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu, bæði vegna ýmis konar veikinda og óhappa vegna hálku að sögn varðstjóra.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. TAKK! <3

Posted by Þóra Sif Svansdóttir on 8. janúar 2016
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV