Sinfónían á Myrkum

04.02.2013 - 13:59
Mynd með færslu
Þann 31. janúar voru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músikdögum sendir út í beinni útsendingu frá Eldborg. Á efnisskrá voru verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Pál Ragnar Pálsson, Davíð Brynjar Franzson og írska tónskáldið Gerald Barry. Stjórnandi var Ilan Volkov

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum verða frumflutt þrjú tónverk eftir þá Gunnar Andreas Kristinsson, Davíð Brynjar Franzson og Pál Ragnar Pálsson sem eru af yngri kynslóð íslenskra tónskálda. Auk þess verður flutt verkið Cheveux-de-frise eftir írska tónskáldið Gerald Barry. Verkið var pantað af BBC og vakti gríðarlega athygli þegar það var frumflutt á Proms-hátíðinni í London árið 1988. Gerald Barry nam hjá Stockhausen og Kagel en hann vakti fyrst eftirtekt 1979 með róttækum samspilsverkum á borð við '_______' og Ø.

Una Sveinbjarnardóttir er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og fastráðinn hljóðfæraleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Una hefur komið víða fram sem einleikari, leikið fiðlukonserta eftir Sjostakovitsj, Glass, Beethoven og Draumnökkva og
fiðlukonsert Atla Heimis Sveinssonar með Sinfóníuhljómsveitinni.

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er mikilvægur vettvangur nýrrar og framsækinnar tónlistar hér á landi. Myrkir músíkdagar hafa verið starfræktir allt frá árinu 1980 og eru einn af föstum punktum íslenskrar tónlistarflóru.

 • Stjórnandi
  Ilan Volkov
 • Einleikari
  Una Sveinbjarnardóttir
 • Efnisskrá Efnisskrá
 • Gunnar Andreas Kristinsson
  Gangverk englanna (frumflutningur)
  Páll Ragnar Pálsson
  Nostalgia, fiðlukonsert(frumflutningur)
  Davíð Brynjar Franzson
  On Sense and Subjectivity (frumflutningur)
  Gerald Barry
  Chevaux-de-frise