Síle byrjar Álfukeppnina á sigri

18.06.2017 - 20:05
epaselect epa06036089 Arturo Vidal (up) of Chile celebrates with teammate Alexis Sanchez after scoring the opening goal during the FIFA Confederations Cup 2017 group B soccer match between Cameroon and Chile at the Spartak Stadium in Moscow, Russia, 18
 Mynd: EPA
Síle bar sigurorð af Kamerún í seinni leik Álfukeppninnar. Síle braut ísinn á 82. mínútu leiksins en þar var að verki Arturo Vidal, miðjumaður Bayern Munich í Þýskalandi. Eduardo Vargas gulltryggði svo sigurinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.

Með sigrinum fer Síle á toppinn í B riðli en á morgun mætast Ástralía og Þýskaland en það er eini leikur morgundagsins.

Leikurinn var töluvert rólegri en fyrri leikur dagsins en í byrjunarlið Síle vantaði bæði Claudi Bravo, markvörð Manchester City, og Alexis Sanchez, framherja Arsenal. Sanchez kom þó inn á eftir 58. mínútna leik og lagði upp fyrra mark Síle í dag.

Síle voru mikið mun betri í leiknum og skoruðu meðal annars mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu en eins og í fyrri leik dagsins þá komu myndbandsdómarar við sögu í þessum.

Síle sýndu það í dag að þeir ætla sér upp úr riðlunum en það er erfitt að sjá Kamerún ná sér í stig á mótinu. 

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður