Sigurkarfa Grindvíkinga ólögleg - myndband

07.11.2016 - 11:02
Lewis Clinch jr. skoraði afar dramatíska sigurkörfu fyrir Grindavík í spennuþrungnum leik gegn Stjörnunni í 32-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta karla í gærkvöld. RÚV hefur þó komist að þeirri niðurstöðu að karfan hefði aldrei átt að standa þar sem Ólafur Ólafsson steig útaf vellinum rétt áður en hann gaf stoðsendinguna á Clinch sem tryggði sigurinn.

Stjörnumenn voru mjög ósáttir við dómara leiksins en á myndbandsupptöku sem fylgir fréttinni í spilaranum hér að ofan má sjá að þeir höfðu fulla ástæðu til þess. Það verður þó ekki tekið af Clinch að skot hans er magnað.

Eftir stendur þó að Garðbæingar þurfa að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik í bikarnum þetta árið. 

Sjáðu Ólaf stíga útaf vellinum í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður