Sigur Rós og Harpa treysta hvort öðru

Innlent
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
epa05481680 (L-R) Georg Holm, Orri Pall Durason and Jonsi Birgisson perform during the concert of the Icelandic post-rock band Sigur Ros at the 24th Sziget Festival, in Budapest, Hungary, 13 August 2016. The festival, which runs from 10 to 17 August, is
 Mynd: EPA  -  MTI

Sigur Rós og Harpa treysta hvort öðru

Innlent
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
13.09.2017 - 19:26.Freyr Gígja Gunnarsson
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós og tónlistar-og ráðstefnuhúsið Harpa hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Í yfirlýsingunni er tekið skýrt fram að viðkomandi beri fullt traust til hvors annars í komandi samvinnuverkefnum og að fyrirhugaðir tónleikar sveitarinnar í Hörpu í lok ársins fari fram eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Fréttablaðið greindi frá því að um 35 milljóna væri saknað úr miðasölu Sigur Rósar vegna fyrirhugaðrar tónleikaraðar hljómsveitarinnar.

Blaðið kvaðst hafa heimildir fyrir því að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljómsveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. 

Án þess að hafa verið nefndur á nafn í frétt Fréttablaðsins sá Kári Sturluson sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu en Kári hefur unnið með Sigur Rós frá árinu 2005.  „Skyldur aðila vegna tónleikana eru skýrar og hef ég staðið við minn hlut þar og mun gera svo áfram. Vænti ég þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama.“

Fréttastofa hafði í dag samband við Georg Holm, bassaleikara Sigur Rósar og Dean O'Connor, annan af umboðsmönnum sveitarinnar í Bretlandi, en hvorugur gaf kost á viðtali.   Þá hefur Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ekki viljað tjá sig um málið og Þórður Sverrisson, nýráðinn stjórnarformaður Hörpu, sagði í samtali við Stundina í dag að hann þekkti ekki til málsins.