Sigrar hjá toppliðunum

06.01.2016 - 21:42
Mynd með færslu
Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig í kvöld.  Mynd: RÚV
Óbreytt staða er hjá efstu liðum Dominos-deildar kvenna eftir leiki kvöldsins því Haukar og Snæfell unnu sína leiki. Snæfell vann útisigur á Val, 69-72, í spennandi leik en Haukar höfðu mikla yfirburði gegn Hamar í Hveragerði, lokatölur 48-90.

Haukar eru eftir leiki kvöldsins á toppi deildarinnar með 22 stig. Helena Sverrisdóttir var sem fyrr í aðalhlutverki í liði Hauka í kvöld en hún skoraði 28 stig, tók 9 fráköst auk þess að gefa 6 stoðsendingar og stela 6 boltum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Hvergerðinga.

Meiri spenna var í Vodafone-höllinni og var Karisma Chapman atkvæðmest með 33 stig í kvöld og tók 19 fráköst í liði Vals. Haiden Palmer skoraði 18 stig í jöfnu liði Snæfells og Berglind Gunnarsdóttir setti niður 16 stig. Snæfell situr í öðru sæti deildarinnar með 20 stig.

Úrslit í leikjum kvöldsins:

Valur-Snæfell 69-72 (21-22, 17-17, 13-16, 18-17)

Valur: Karisma Chapman 33/19 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 26/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 2/4 fráköst.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 18/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 16, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/5 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst.

Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)

Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður