Sigið úr þyrlu í tilefni Mottumars

01.03.2016 - 15:53
Mottumars var hleypt af stokkunum í dag með því að Landhelgisgæslan bauð fulltrúum Krabbameinsfélagsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og nokkurra félagasamtaka, um borð í varðskipið Þór á Faxaflóa í dag. Forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstjóri Krabbameinsfélagsins sigu úr þyrlu í tilefni dagsins.

Þegar um borð var komið afhenti Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, skipherra varðskipsins björgunarbox félagsins. 

Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins segir: „Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið meðal karla. Ár hvert greinast að meðaltali um 200 karlar með meinið. Meðalaldur við greiningu er um 70 ár en karlmenn þurfa að vera vakandi fyrir einkennum frá 50 ára aldri, eða fyrr ef fjölskyldusaga er um krabbameinið.“

Mynd með færslu
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV