Síðasta viðureign í 8 liða úrslitum í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Í kvöld fer fram síðasta viðureign í átta liða úrslitum Gettu betur þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætir liði Menntaskólans á Akureyri. Búast má við spennandi og skemmtilegri keppni.

Áður hafa lið Menntaskólans í Reykjavík, Kvennaskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð tryggt sér þátttöku í undanúrslitunum og kvöld kemur í ljós hvaða skóli bætist í hópinn.  Í lok keppni verður dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum.  Keppt er í sjónvarpssal og hefst keppni kl. 20.

Fyrri viðureign undanúrslita verður föstudaginn 4.mars og sú síðari 11.mars. Úrslitakeppni Gettu betur verður í Háskólabíó 18.mars. nk. 

Spurningahöfundar og dómarar eru þau Bryndís Björgvinsdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson og spyrill er Björn Bragi Arnarson. Umsjónarmaður Gettu betur er Elín Sveinsdóttir sem jafnframt stjórnar útsendingu þáttanna. 

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Gettu betur
gettu betur 2016