Síðasta ástarjátning Dags Hjartarsonar

07.03.2016 - 15:21
Í síðustu viku kom önnur skáldsaga Dags Hjartarson. Síðasta ástarjátningin heitir hún og segir frá sögumanni, sem er búinn að gleyma hvað hann heitir, stúlkunni Kristínu sem hann verður ástfanginn af og sem berst fyrir heill og hamingju ísbjarna af heilum hug. Einnig koma við sögu Trausti vinur sögumanns sem vinnur að styttu af Davíð Oddsyni í fullri stærð og Baldri vini Kristínar sem ætlar sér að komast áfram með því að berjast fyrir ísbirni.

Dagur Hjartarson fæddist á Fáskrúðsfirði árið 1986, en hefur búið alla tíð í Reykjavík. Hann er menntaður í íslenskum fræðum og ritlist í Háskóla Íslands og starfar nú samhliða skrifum sínum sem kennar við Menntaskólann við Sund.

Dagur hlaut verðlaun Tómasar Guðmundsson fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast árið 2012. Það sama ár hlaut hann nýræktarstyrk fyrir smásagnahandrit sem síðar kom út sem rafbók undir nafninu Eldhafið yfir okkur og árið 2014 Tunglbókin Sjálfsmorðstíðini í Finnlandi sem er skáldsaga. Fyrr á þessu ári tók Dagur Hjartarson síðan við Haustlægð Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Haustlægð .

Dagur Hjartarson er ennfremur ásamt Ragnari Helga Ólafssyni hugmyndahöfundur og helsta sprauta Tunglforlags sem órelgulega á fullu tungli gefur út Tunglbækur, ævinlega í 69 eintökum sem aðeins eru seld á meðan tungl er fullt. Hér má lesa viðtal við þá Dag og Ragnar Helga um Tunglforlag, hugmyndafræði þess og útgáfubækur.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi