Sex látnir í skotárás í Michigan

21.02.2016 - 05:32
epa04448222 A police cordon at the Village Bend Apartments as Hazardous material crews are decontaminating an apartment at the Village Bend Apartments at Skillman and Village Bend after nurse Amber Joy Vinson was confirmed to have contracted Ebola at
 Mynd: EPA
Að minnsta kosti sex eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás manns í Michiganríki í Bandaríkjunum. Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað og tveir á bílasölu í borginni Kalamazoo. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn.

Bandaríska CBS fréttastofan hefur eftir lögregluembættinu í Kalamazoo að árásarmaðurinn sé hvítur karlmaður á sextugsaldri. Lögreglan segir árásina mögulega tengjast skotárás í heimahúsi í borginni þar sem ein kona særðist, þó ekki lífshættulega.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV