Sérsveitin kölluð út vegna smíðatimburs

21.08.2017 - 16:17
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: RÚV
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út að Stýrimannaskólanum við Háteigsveg í Reykjavík í dag vegna grunsamlegra mannaferða við skólann uppúr klukkan tvö í dag. Lögregla fékk tilkynningu um að menn væru þar að bera einhvers konar vopn inn í skólann. Málið reyndist á misskilningi byggt. Þegar sérsveitin kom á staðinn kom í ljós að mennirnir voru ekki með vopn heldur einhvers konar verkfæri og smíðatimbur. Sérsveitin fór af svæðinu án þess að aðhafast nokkuð.

Athugasemd 16:30: Í fréttinni kom fyrst fram að sérsveitin hefði verið kölluð að Háteigsskóla, en hið rétta reyndist að sveitin var kölluð að Stýrimannaskólanum. Fyrirsögn hefur verið breytt. Hún var áður: Sérsveitin kölluð að Háteigsskóla vegna verkfæra

Mynd með færslu
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV