Sérsveit handtók hnífamann

22.02.2016 - 14:09
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók á föstudag höndum mann sem ruðst hafði inn á heimili á Hellu vopnaður hnífi. Hringt var til lögreglu þegar maðurinn ruddist inn, en hann hvarf síðan á braut án líkamsmeiðinga. Lögreglan á Suðurlandi óskaði þá aðstoðar sérsveitarinnar.

Sérsveitin fann manninn í öðru húsi í þorpinu. Hann veitti ekki viðnám þegar hann var handtekinn nokkru síðar og var fluttur í fangageymslu á Selfossi. Við húsleit á heimili mannsins fundust 14 lítrar af landa. Hann hefur verið kærður fyrir húsbrot, eignaspjöll, hótanir og áfengislagabrot. Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

 

 


Deila fréttSamúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV
22.02.2016 - 14:09